top of page

UM MIG

Íþróttasálfræði ráðgjafi

Facetune_07-04-2020-11-32-03_edited.png

Ég heiti Magnús Karl og er með gráðu í íþróttasálfræði frá háskólanum í Halmstad en ég lauk minni meistaragráðu árið 2022. Meistara ritgerð mín í íþróttsálfræði fjallaði um hvernig Íslenskir atvinnu handknattleiksmenn takast á við þær kröfur að fara út í atvinnumannsku til Danmerkur.

Bakgrunnur

Bakgrunnur minn í íþróttum er handbolti, en spilaði ég handbolta með ÍBV og Víking. Á mínum ferli hef unnið marga titla með ÍBV, meðal annars Íslands- og bikarmeistaratitil. 


Mitt áhugasvið

Áhugi minn á Íþróttasálfræði kviknaði á mínum unglingsárum, þegar ég áttaði mig á því að íþróttaframmistaða mín var undir áhrifum frá fleirri þáttum en einungis tæknilegum og líkamlegum hæfileikum mínum. Ég varð sífellt meðvitaðri um að heilinn minn stjórnar öllum ákvörðunum mínum, gjörðum og hegðunum.

Hvað nota ég í minni ráðgjöf

Í minni raðgjöf þá nota ég tól/módel sem heitir Acceptance and Commitment Therapy (ACT). En mín fílósófía er ACT nálgun.

Mikilvægi andlegaþáttsins

Ég uppgötvaði líka mikla fáfræði á þessu sviði meðal þjálfara og íþróttafélaga vegna þess að áherslan hefur verið eingöngu á líkamlega þætti, tækni og taktík. Eftir handbolta ferilinn lærði ég íþróttasálfræði. Ég fann hvað áhuginn óx hjá mér, áhuginn á að hjálpa öðru íþróttafólki að ná sínum markmiðum og gefa þeim þau verkfæri sem þarf til þess að takast á við andlegu kröfurnar sem íþróttin krefst af þeim.

IMG_0305_edited.jpg

ACCEPTANCE AND COMMITMENT THERAPY (ACT)

Þessi tegund meðferðar hjálpar íþróttamönnum að einbeita sér að markmiðum sínum, takast á við áskoranir af hugrekki og læra að takast á við þau bakslög sem geta orðið í íþróttum. Með því að skilja hvernig hægt er að stjórna hugsunum sínum, tilfinningum og hegðun betur, geta íþróttamenn orðið meðvitaðri um sjálfan sig og aukið frammistöðu sína í heild. Meginmarkmið ACT er að hjálpa íþróttamönnum að þekkja hugsanir sínar og tilfinningar, sætta sig við þær og gera síðan breytingar sem færir þá nær markmiðum sínum. Ferlið krefst þess að íþróttamenn leyfi óþægilegum tilfinningum að koma upp án þess að láta þær hafa neikvæð áhrif á frammistöðu sína. Til dæmis ef handknattleiksmaður finnur fyrir kvíða fyrir keppni getur hann viðurkennt kvíðann, samþykkja hann og valið síðan að einbeita sér að jákvæðu hliðum verkefnisins. Það er eðlilegt að þegar þú finnur fyrir kvíða að þú viljir losna við þá tilfinningu, oft leitast fólk eftir því að finna leiðir til þess að líða ekki svona. Ef kvíðinn verður mikill getur íþróttamaður jafnvel komist á það stig að eina leiðin til að líða ekki svona er að hætta að keppa eða jafnvel hætta í íþróttinni. Það er ákveðin lausn, en hinsvegar væri þá íþróttamaðurinn að færast í burtu fá því sem honum þykir mikilvægt (íþróttin). Að nota Acceptance and Commitment Therapy (ACT) getur hjálpað íþróttfólki að stjórna kvíðanum sínum og kennt þeim aðferðir til ná tökum á tilfinningum, líkamlegum tilfinningum og hugsunum á meðan þau lifa eftir sínum gildum.

Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um ACT í  þinni íþrótt, vinsamlegast hafðu samband við mig.

bottom of page