top of page

ÞJÓNUSTA

EINSTAKLINGSRÁÐGJÖF

Fyrir þig sem vilt bæta andlega og sálræna færni og öðlast meiri stöðugleika í þinni íþrótt. Saman munum við byggja upp tækni þannig að þú getir náð markmiðum þínum og draumum þar sem ég gef þér þau verkfæri sem þú þarft og þú vinnur vinnuna. Samanborið við þann vilja að byggja sterkari vöðva þá er ekki nóg að hlusta á ráð styrktarþjálfara. Styrktarþjálfarinn þinn mun útskýra hvað þú átt að gera til þess að byggja upp styrk en það ert þú sem þarft að lyfta lóðunum.
Hentar fyrir alla, allt frá íþróttafólki, fólki í reglulegri hreyfingu, þjálfurum, börnum og ungmennum. Einstaklingsráðgjöf fer fram á staðnum (face to face) en virkar líka jafn vel í gegnum stafrænan vettvang (t.d. Zoom, FaceTime, Skype, Teams).

Einstaklingráðgjöf_edited.png
Rugby Players

WORKSHOPS OG FYRIRLESTUR

Fyrirlestrar og workshops geta verið í mismunandi mynd í hvert skipti. Endilega hafa samband til þess að við getum komist að bestu lausn fyrir þinn hóp. 
Nokkrar tillögur um hvað fyrirlestrar geta snúist um (ath listinn er ekki tæmandi):

- Liðs gildi og markmið

- Hvatning

- Hvernig get ég notað íþróttasálfræði

- Hvernig get ég byggt upp sterka andlega vöðva

- Leiðin til baka eftir meiðsli/forvarnir gegn meiðslum

- Umskipti (e. transition) frá yngriflokkum yfir í meistaraflokk

- Umskipti frá Íslandi (e. Cultural transition)

LIÐSVINNA

Liðsvinna eru allt frá vinnustofum í að vinna með liði yfir lengri tíma. Markmið geta falið í sér þjálfun í andlegri færni, svo sem samheldni, sjálfstraust, samskipti og leiðtogahæfni liðs.

 

Markmiðið mitt með öllum liðum er einfalt: Að hámarka frammistöðu og vellíðan íþróttamanna og þjálfara, og að aðstoða leikmenn og þjálfara við að styrkja tengslin sín við menninguna í liðinu.

Soccer Team_edited.jpg
bottom of page